Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Linking and supporting Scandinavian societies
Since 1950
Keep up-to-date with everything that's happening in Scandinavian societies! Join us

Haustmessa og Haustfögnuður í dönsku kirkjunni

Date: 20211003
Link:
Þakkargjörðar guðsþjónusta og haustfagnaður.

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna haustguðsþjónustu íslenska safnaðarins sem mun fara fram sunnudaginn 3. október kl 15:00 í Dönsku Kirkjunni við Regents Park – London NW1 4HH.

Nýji presturinn okkar Sjöfn Müller Þór messar, Íslenski kórinn í London mun syngja undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar og Ingunn Gyða Hrafnkelsdóttir sér um sunnudagaskólann.

Íslendingafélagið mun standa fyrir haustfagnaði í garði kirkjunnar eftir messuna. Bragi Þór Ólafsson, gítarleikari mun spila ljúfa bakgrunnstónlist og einnig verður hoppukastali fyrir börnin í boði LOGOS.
Íslenskt sælgæti verður boðið til sölu en fólk er hvatt til að koma með eigið nesti með sér.
Skráning í fermingarfræðsluna er einnig hafin hjá Sr. Sjöfn á netfanginu sjofn.thor@kirkjan.is en fyrstu fermingarfræðslu tímarnir fara fram í dönsku kirkjunni, 3. október kl 11:00

Við hlökkum mikið til að hittast í persónu eftir þetta langa hlé, en mælum með að fullorðnir beri grímur innandyra og fjölskyldur sitji saman en hafi 1-2 metra á milli hópa.

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

CoScan on Facebook

Load more